Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

Steffano Stoppani, forstjóri Creditinfo Group.
Steffano Stoppani, forstjóri Creditinfo Group. mbl.is/Valgarður Gíslason

Láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækið Cred­it­in­fo hef­ur vaxið mikið und­an­far­in ár, en fyr­ir­tækið rek­ur 25 láns­hæf­is­mats­stofn­an­ir í fjór­um heims­álf­um.

Velta fyr­ir­tæk­is­ins á fyrri helm­ingi þessa árs var 2,3 millj­arðar króna og EBTIDA, hagnaður fyr­ir fjár­magnsliði, af­skrift­ir og skatta, nam 359,5 millj­ón­um á sama tíma­bili. Áætluð veltu­aukn­ing fyr­ir­tæk­is­ins á ár­inu er 22% og áætluð EBITDA-aukn­ing 227%.

Í um­fjöll­un um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag seg­ir Steffano Stopp­ani, for­stjóri Cred­it­in­fo Group, spenn­andi tíma fram und­an fyr­ir fyr­ir­tæki sem vinna með gögn í kjöl­far auk­ins aðgeng­is, og að tæki­færi séu til að láta fleiri hópa þjóðfé­lags­ins njóta góðs af. Alda­móta­kyn­slóðin, fólk fætt eft­ir árið 1992, sem oft hef­ur ekki stöðuga vinnu og tekj­ur, er dæmi um einn slík­an hóp í Evr­ópu sem hef­ur átt í erfiðleik­um með að út­vega sér láns­fé. Gæti staða þeirr­ar kyn­slóðar horft til bóta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK