Vægi ferðaþjónustu ofmetið

Ferðamenn í skoðunarferðí Reykjavík hlýða á leiðsögumann sinn. Störfum í …
Ferðamenn í skoðunarferðí Reykjavík hlýða á leiðsögumann sinn. Störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað hratt síðustu ár, en deilt er um fjöldann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar telja að vægi ferðaþjón­ustu á ís­lensk­um vinnu­markaði kunni að vera veru­lega of­metið í fyrri áætl­un­um. Þetta má lesa úr grein­ingu Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar (SAF) sem bygg­ir á nýj­um ferðaþjón­ust­u­r­eikn­ing­um Hag­stofu Íslands.

Áður var áætlað að 13,3% launþega á Íslandi hefðu starfað í ferðaþjón­ustu í fyrra. Sam­kvæmt grein­ingu á nýj­um ferðaþjón­ust­u­r­eikn­ing­um Hag­stofu Íslands má hins veg­ar gera ráð fyr­ir að hlut­fallið 8,6% sé nær lagi. Þetta þýðir að starfs­menn­irn­ir hafi verið um 16.700 í fyrra en ekki um 25.800 eins og áður var talið.

Í um­fjöll­un um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag seg­ir Vil­borg Helga Júlí­us­dótt­ir, grein­andi og hag­fræðing­ur hjá SAF, skýr­ing­una meðal ann­ars þá að 65% af um­svif­um í ein­kenn­andi ferðaþjón­ustu­grein­um séu vegna venju­bund­inn­ar neyslu, eða neyslu ótengdri ferðamennsku.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK