Tekjuhæsti árshelmingur Landsvirkjunar

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar við Grensásveg. mbl.is

Rekstr­ar­tekj­ur Lands­virkj­un­ar námu 269,5 millj­ón­um Banda­ríkja­dala og juk­ust tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins um 37,2 millj­ón­ir dala frá sama tíma­bili í fyrra. Tekju­aukn­ing­in skýrist að mestu af hærra ál­verði, auk­inni orku­sölu og styrk­ingu ís­lensku krón­unn­ar gagn­vart Banda­ríkja­dal. Tekju­aukn­ing­in nem­ur 16%.

Þetta kem­ur fram í árs­hluta­reikn­ingi Lands­virkj­un­ar fyr­ir fyrri hluta árs­ins. Þar kem­ur fram að rekstr­ar­hagnaður sam­stæðunn­ar fyr­ir af­skrift­ir (EBIDTA) hafi numið 198 millj­ón­um Banda­ríkja­dala. Fyr­ir sama tíma­bil í fyrra var EBIDTA 167,7 millj­ón­ir dala.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á haustfundi fyrirtækisins sl. haust.
Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, á haust­fundi fyr­ir­tæk­is­ins sl. haust. mbl.is/​Hari

Í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un er haft eft­ir Herði Arn­ar­syni for­stjóra að þetta sé tekju­hæsti árs­helm­ing­ur í sögu Lands­virkj­un­ar. „Meðal ann­ars vegna auk­inn­ar orku­sölu og hækk­andi ál­verðs,“ seg­ir Hörður.

„Hagnaður fyr­ir óinn­leysta fjár­magnsliði, sem er sá mæli­kv­arði á rekst­ur sem við lít­um helst til, er rúm­ir níu millj­arðar króna á fyrri helm­ingi árs­ins og jókst um 15 pró­sent frá sama tíma­bili árið áður. Þá lækkuðu nettó skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins um fimm millj­arða króna, eft­ir að tíma­bundið hafði hægt á lækk­un skulda vegna um­fangs­mik­illa fram­kvæmda.“

Nettó skuld­ir Lands­virkj­un­ar voru í lok júní 211,2 millj­arðar króna en skuld­ir höfðu þá lækkað um 5,3 millj­arða króna frá ára­mót­um. Árs­hluta­reikn­ing­inn má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK