Leigutekjur Reita 5,6 milljarðar kr. á fyrri hluta árs

Árshlutareikningur Reita var gefinn út í dag.
Árshlutareikningur Reita var gefinn út í dag. Ljósmynd/Reitir

Stjórn Reita fast­eigna­fé­lags hf. samþykkti árs­hluta­reikn­ing fyr­ir fyrri helm­ing árs á fundi í dag. Í árs­hluta­reikn­ingn­um kem­ur m.a. fram að leigu­tekj­ur hafi numið tæp­lega 5,6 millj­örðum sem er aukn­ing um 5,6% frá síðasta ári. Hagnaður árs­helm­ings­ins var 2,3 millj­örðum minni en á fyrri árs­helm­ingi 2017.

Hagnaður fyrri árs­helm­ings 2018 var sam­tals 322 millj­ón­ir króna. Til sam­an­b­urðar var hagnaður­inn 2.692 millj­ón­ir á fyrri hluta síðasta árs. „Mats­lækk­un fjár­fest­ing­ar­eigna set­ur svip sinn á hagnað fyr­ir og eft­ir tekju­skatt og er sam­an­b­urður á milli ára erfiður vegna þess,“ seg­ir í kynn­ingu Reita.

Fjár­fest­ing­ar­eign­ir lækkuðu um 69 millj­arða

Leigu­tekj­ur Reita juk­ust um 5,6% milli ára eða um 296 millj­ón­ir króna í sam­an­b­urði við fyrri hluta síðasta árs og námu sam­tals 5.578 millj­ón­um króna. Þar af voru hrein­ar leigu­tekj­ur 4.041 millj­ón króna.

Fjár­fest­ing­ar­eign­ir Reita eru metn­ar á tæp­lega 135 millj­arða króna og heild­ar­eign­ir á rúm­lega 140 millj­arða króna. Virði fjár­fest­ing­ar­eigna lækkaði um 69 millj­arða króna á fyrri árs­helm­ingi 2018.

„Áhrif stór­felldra hækk­ana fast­eigna­gjalda end­ur­spegl­ast í nei­kvæðri mats­breyt­ingu eigna á öðrum árs­fjórðungi. Óvar­legt er að reikna með því að leigu­markaður­inn taki að fullu við þess­um stór­felldu hækk­un­um á op­in­ber­um gjöld­um til allr­ar framtíðar,“ er haft eft­ir for­stjóra Reita, Guðjóni Auðuns­syni, í til­kynn­ing­unni.

Kaupa Vín­lands­leið

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að gert sé ráð fyr­ir því að kaup á Vín­lands­leið ehf. gangi í gegn 1. sept­em­ber. „Um­fang kaup­anna er 5.900 millj. kr. en um er að ræða rúm­lega 18.000 fer­metra af vönduðu hús­næði í fullri út­leigu, að mestu leyti til op­in­berra aðila,“ er haft eft­ir Guðjóni þar.

Gert er ráð fyr­ir því að aukn­ing rekstr­ar­hagnaðar vegna kaup­anna verði um 350 millj­ón­ir króna á árs­grund­velli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK