Laxeldisfyrirtækið Arnarlax stefnir á skráningu á norska hlutabréfamarkaðinn innan tveggja ára en Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, segir félagið vel í stakk búið fyrir skráningu eftir að hafa lokið við 2,6 milljarða hlutafjáraukningu og stækkað efnahagsreikning sinn.
Þetta kemur fram í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í morgun. Þar kemur fram að Arnarlax hafi nýlega lokið við 2,6 milljarða króna hlutafjáraukningu sem eigi eftir að renna stoðum undir frekari uppbyggingu félagsins.