Leigubílafyrirtækið Uber en langt komið með að ljúka samkomulagi um að greiða fórnarlömbum kynferðislegrar áreitni og mismununar miskabætur en um 56 mál er að ræða. Alls mun Uber greiða 1,9 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 205 milljóna króna, í bætur til starfsmanna og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins sem segjast vera fórnarlömb kynferðislegrar áreitni.
Jafnframt mun hver þeirra fá að meðaltali um 11 þúsund dali í bætur vegna mismununar. Um er að ræða hópmálsókn 485 einstaklinga sem saka fyrirtækið um mismunun.
Fjallað er um málið á vef BBC en þar kemur fram að greiðslurnar séu hluti af allsherjarsamkomulagi Uber upp á 10 milljónir Bandaríkjadala sem samið var um í mars.