Hreinorkubílar þurfa að vera orðnir um 100 þúsund talsins árið 2030 að öllu óbreyttu ef Íslendingar ætla sér að standast skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015.
Þetta segir Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, í umfjöllun um mál þessi í ViðskiptaMogganum í dag.
Segir hann rafbílavæðinguna þurfa að ganga hraðar svo það megi takast en í dag nemur fjöldi hreinorkubíla samkvæmt vef Orkuseturs í landinu tæplega 9 þúsundum en inn í þeirri tölu eru rafbílar, metanbílar, og tengiltvinnbílar.