Ekkert lát virðist ætla að verða á viðskiptastríði bandarískra og kínverskra yfirvalda en Bandaríkin lögðu í dag á frekari innflutningstolla á kínverskar vörur. Um er að ræða verndartolla að andvirði 16 milljarða Bandaríkjadala en alls er andvirði verndartolla sem lagðir hafa verið á kínverskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna 50 milljarðar Bandaríkjadala.
Verndartollarnir eru liður í aðgerðum forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, í að setja bandarískar vörur í fyrsta sæti. Kínversk yfirvöld mótmæltu þessari nýju álagningu í morgun og segja að tollunum verði svarað með svipuðum aðgerðum.