Fjármálafyrirtækið Pareto hefur fjarlægt upplýsingar úr kynningu á skuldabréfaútboði íslenska flugfélagsins aðeins sólarhring eftir að þeim var bætt við vegna rangra útreikninga á einingakostnaði Icelandair.
Greint var frá viðbótarupplýsingunum á mbl.is í gær en um var að ræða fjárfestakynningu WOW air sem sýndi meðal annars að afkoma félagsins var jákvæð á síðari helmingi síðasta árs, þrátt fyrir að hafa skilað tapi síðastliðna tólf mánuði. Þar kom einnig fram að einingakostnaður WOW air væri um 46 prósent lægri en hjá Icelandair. Það var Túristi.is sem greindi frá.
Glæra með upplýsingum um samanburð flugfélaganna hefur verið fjarlægð því samanburðurinn byggði á röngum forsendum, að kemur fram í umfjöllun Túrista.is, en upplýsingarnar eru hafðar eftir Pareto.
Við útreikningana var tekinn inn allur kostnaður við Icelandair Group og honum deilt niður á flogna kílómetra í millilandaflugi. Þannig rekstur hótela, fraktflutningar innanlandsflug, leiguflug og fleira ótengt millilandaflugi Icelandair var tekið inn í heildartöluna. Þar með varð kostnaður á hvern floginn kílómetra mun hærri hjá Icelandair en hann er í raun og veru.