Hlutabréf í Icelandair Group féllu hratt við opnun markaða í dag og lækkuðu um 24% þegar skammt var liðið á daginn.
Ljóst er að markaðurinn tekur illa í fréttir af lækkun afkomuspár og uppsögn Björgólfs Jóhannssonar úr forstjórastól flugfélagsins í gær.
Verðið tók síðar meir aðeins við sér og horfur eru á að það verði miklar sveiflur á genginu í dag.
Uppfært kl. 10:58
Hlutabréf í Icelandair Group hafa styrkst töluvert frá því í morgun og nemur lækkunin á gengi bréfa fyrirtækisins um 14,2% í 174 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi.