18,6% vinnuafls eru innflytjendur

Einstaklingur, sem fæddur er erlendis og á foreldra og báða …
Einstaklingur, sem fæddur er erlendis og á foreldra og báða afa og báðar ömmur sem einnig eru fædd erlendis, telst innflytjandi samkvæmt aðferðum Hagstofunnar. Aðrir teljast hafa einhvern íslenskan bakgrunn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á öðrum ársfjórðungi voru að jafnaði 200.798 starfandi á Íslandi á aldrinum 16-74 ára. Af þeim voru konur 93.884 eða 46,7% og karlar 106.914 eða 53,2%. Starfandi innflytjendur voru að jafnaði 37.388 á öðrum ársfjórðungi 2018 eða 18,6% af öllum starfandi. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Þegar horft er til búsetu kemur í ljós að á öðrum ársfjórðungi 2018 voru starfandi með skráð lögheimili á Íslandi að jafnaði 194.673 eða 96,9% allra starfandi. Alls höfðu 163.410 lögheimili hér á landi og einhvern íslenskan bakgrunn eða 83,9%. Af innflytjendum voru 32.110 með lögheimili á Íslandi eða 85,9% en 5.278 höfðu ekki lögheimili á Íslandi eða 14,1%.

Einstaklingur sem fæddur er erlendis og á foreldra og báða afa og báðar ömmur sem einnig eru fædd erlendis, telst innflytjandi samkvæmt aðferðum Hagstofunnar. Aðrir teljast hafa einhvern íslenskan bakgrunn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka