Panasonic fer frá London til Amsterdam

AFP

Jap­anska tæknifyr­ir­tækið Pana­sonic ætl­ar að flytja höfuðstöðvar sín­ar í Evr­ópu frá Bretlandi til Amster­dam í októ­ber á sama tíma og það stytt­ist í út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Að sögn fram­kvæmda­stjóra Pana­sonic í Evr­ópu, Laurent Aba­die, er ástæðan fyr­ir flutn­ingn­um að kom­ast hjá skatt­lagn­ingu sem er fylgi­fisk­ur ákvörðunar Breta um að yf­ir­gefa ESB. Nokk­ur alþjóðleg fyr­ir­tæki hafa til­kynnt um að þau ætli að flytja starf­semi sína frá Bretlandi áður en Bret­ar fara úr ESB í mars á næsta ári. 

Sama á við um nokk­ur japönsk fjár­mála­fyr­ir­tæki sem ætla að fara frá London og færa sig og störf á sín­um veg­um til ríkja ESB. 

Stjórn­end­ur Pana­sonic ákváðu að grípa til þessa úrræðis vegna ótta um að japönsk yf­ir­völd gætu litið á Bret­land sem skattap­ara­dís ef skatt­ar verða lækkaðir á fyr­ir­tæki til þess að reyna að laða að er­lend stór­fyr­ir­tæki, seg­ir Aba­die í viðtali við jap­anska viðskipta­blaðið Nikk­ei. Því ef skatt­ar á Pana­sonic yrðu lækkaðir í Bretlandi þýddi það aukna skatta í heima­land­inu, Jap­an.

Pana­sonic hef­ur haft flutn­ing í huga allt frá því Bret­ar samþykktu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu að ganga úr ESB. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK