Umtalsvert færri fljúga innanlands

Air Iceland Conegt Q 400 flugvél
Air Iceland Conegt Q 400 flugvél mbl.is/Árni Sæberg

Nærri sjö þúsund færri flugu inn­an­lands í júlí í ár en á sama tíma í fyrra. Breytt sam­setn­ing er­lendra ferðamanna hef­ur þar mik­il áhrif. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un Túrista.

Rétt rúm­lega 77 þúsund farþegar flugu inn­an­lands í júlí og er það sam­drátt­ur um 6 þúsund farþega frá sama tíma í fyrra. Til sam­an­b­urðar fækkaði farþegum í inn­an­lands­flugi sam­tals um 8 þúsund á fyrri helm­ingi árs­ins og niður­sveifl­an í júlí því mik­il.

Flugfélagið Ernir.
Flug­fé­lagið Ern­ir. mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son

Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Air Ice­land Conn­ect, seg­ir að skýr­ing­una á þess­ari þróun sé að meðal ann­ars að finna í breyttri sam­setn­ingu er­lendra ferðamanna. Árni ger­ir ráð fyr­ir sam­bæri­legri þróun í nýliðnum ág­úst en töl­ur fyr­ir mánuðinn liggja ekki fyr­ir.

Ásgeir Örn Þor­steins­son hjá flug­fé­lag­inu Erni seg­ir að þar á bæ hafi orðið fækk­un í flug­inu til Húsa­vík­ur líkt og við var að bú­ast því stór­um fram­kvæmd­um þar sé nán­ast lokið. Slæmt veður dró úr eft­ir­spurn eft­ir út­sýn­is­flugi frá Reykja­vík og eins flug­ferðum til Vest­manna­eyja.

Frétt­in í heild á Túrista

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK