Fjöldi gistinátta stendur í stað á milli ára

Fjöldi gistinátta ferðamanna stóð nánast í stað á milli ára.
Fjöldi gistinátta ferðamanna stóð nánast í stað á milli ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi gistinátta í júlí á skráðum gististöðum stóð nán­ast í stað á milli ára. 1,6% fækk­un varð á hót­el­um og gisti­heim­il­um en 2% fjölg­un á öðrum teg­und­um gisti­staða. Þetta kem­ur fram á vef Hag­stof­unn­ar.

Í júlí síðastliðnum voru gist­inæt­ur ferðamanna 1.405.400 á gististöðum sem skráðir eru í gistinátta­grunn Hag­stof­unn­ar. Á sama tíma í fyrra var fjöld­inn 1.402.900. Á hót­el­um og gisti­heim­il­um voru gist­inæt­ur 695.700 og gist­inæt­ur á öðrum teg­und­um gisti­staða, svo sem far­fugla­heim­il­um, svefn­pokaplássi og tjaldsvæðum, 709.700.

Á vef Hag­stof­unn­ar kem­ur fram að verið sé að yf­ir­fara niður­stöður landa­mær­a­rann­sókn­ar Hag­stofu Íslands og er m.a. verið að end­ur­skoða aðferðir við áætl­un gistinátta á stöðum sem taka við gist­ingu í gegn­um Airbnb. Töl­fræði yfir slíka leigu er því ekki fyr­ir hendi að svo stöddu.

Á hót­el­um var 1,4% sam­drátt­ur frá júlí í fyrra og júlí í ár. Námu gist­inæt­ur á hót­el­um í ár 466.800. 51% allra gistinátta var á höfuðborg­ar­svæðinu, eða um 238.700. 91% gistinátta á hót­el­um var skráð á er­lenda ferðamenn, eða um 425.300. Þar af voru Banda­ríkja­menn flest­ir, 151.500, Þjóðverj­ar næst­ir, 54.400, Bret­ar voru 28.500 en gist­inæt­ur Íslend­inga voru 41.500.

Her­bergja­nýt­ing í júlí var 82,8% sem er lækk­un um 6,4% frá því í júlí 2017 er hún var 89,2%. Fram­boð gist­i­rým­is hef­ur á sama tíma auk­ist um 5,3% í fjölda her­bergja.

Frétt Hag­stof­unn­ar í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK