Fjöldi gistinátta stendur í stað á milli ára

Fjöldi gistinátta ferðamanna stóð nánast í stað á milli ára.
Fjöldi gistinátta ferðamanna stóð nánast í stað á milli ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi gistinátta í júlí á skráðum gististöðum stóð nánast í stað á milli ára. 1,6% fækkun varð á hótelum og gistiheimilum en 2% fjölgun á öðrum tegundum gististaða. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Í júlí síðastliðnum voru gistinætur ferðamanna 1.405.400 á gististöðum sem skráðir eru í gistináttagrunn Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var fjöldinn 1.402.900. Á hótelum og gistiheimilum voru gistinætur 695.700 og gistinætur á öðrum tegundum gististaða, svo sem farfuglaheimilum, svefnpokaplássi og tjaldsvæðum, 709.700.

Á vef Hagstofunnar kemur fram að verið sé að yfirfara niðurstöður landamærarannsóknar Hagstofu Íslands og er m.a. verið að endurskoða aðferðir við áætlun gistinátta á stöðum sem taka við gistingu í gegnum Airbnb. Tölfræði yfir slíka leigu er því ekki fyrir hendi að svo stöddu.

Á hótelum var 1,4% samdráttur frá júlí í fyrra og júlí í ár. Námu gistinætur á hótelum í ár 466.800. 51% allra gistinátta var á höfuðborgarsvæðinu, eða um 238.700. 91% gistinátta á hótelum var skráð á erlenda ferðamenn, eða um 425.300. Þar af voru Bandaríkjamenn flestir, 151.500, Þjóðverjar næstir, 54.400, Bretar voru 28.500 en gistinætur Íslendinga voru 41.500.

Herbergjanýting í júlí var 82,8% sem er lækkun um 6,4% frá því í júlí 2017 er hún var 89,2%. Framboð gistirýmis hefur á sama tíma aukist um 5,3% í fjölda herbergja.

Frétt Hagstofunnar í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK