Ameríkuflugið enn til trafala

Framboð flugsæta til Ameríku hefur aukist hjá Icelandair, en eftirspurnin …
Framboð flugsæta til Ameríku hefur aukist hjá Icelandair, en eftirspurnin hefur ekki fylgt því aukna framboði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Farþegum Icelandair fækkaði um 1% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Flugu 523 þúsund farþegar með félaginu í ágúst í ár en 529 þúsund fyrir ári. Sala á áfangastaði í Ameríku hefur ekki fylgt framboðsaukningu og er sætanýting þangað mun slakari en til Evrópu.

Sætanýting félagsins minnkaði og var 86% miðað við 87,9% í ágúst í fyrra. Framboðnir sætiskílómetrar jukust hins vegar um 3%.

Flug til Norður-Ameríku virðist áfram vera til vandræða, en í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að í ágúst hafi verið sama þróun og undanfarna mánuði. „Sala á áfangastaði í N-Ameríku hefur ekki fylgt framboðsaukningunni eftir á meðan sala til Evrópu hefur verið mjög góð. Til samanburðar var sætanýting á leiðum Icelandair í Evrópu 90,8% og jókst um 5,8 prósentustig á milli ára en sætanýting á leiðum félagsins til N-Ameríku var 83,1% og minnkaði um 6,7 prósentustig á milli ára. Farþegum á heimamarkaðinum frá Íslandi og  ferðamannamarkaðinum til Íslands fjölgaði á milli ára, en fækkaði á N-Atlantshafsmarkaðinum.“

Farþegum Air Iceland Connect fækkaði um 15% milli ára og voru þeir tæplega 33 þúsund í mánuðinum. Skýringuna má finna í því að félagið hætti í maí að fljúga til Belfast og Aberdeen, sem og á milli Keflavíkur og Akureyrar.

Fraktflutningar hjá Icelandair drógust saman um 6% milli ára og þá batnaði nýting á hótelum félagsins. Fjölgaði framboðnum gistinóttum um 14% milli ára og herbergjanýting jókst úr 88,6% í fyrra í 89,9% í ár í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka