Skaðleg áhrif á samkeppni

Fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi eru nú stærðarinnar …
Fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi eru nú stærðarinnar kvikmyndaver mbl.is/​Hari

Tækjaleigur og framleiðslufyrirtæki á kvikmynda- og sjónvarpsefni segja að ný eining Ríkisútvarpsins, RÚV-stúdíó, hafi ósanngjarnt forskot á markaði og bjóði þjónustu á útleigu á aðstöðu og tækjabúnaði á verði sem „erfitt eða ómögulegt er fyrir einkaaðila að keppa við“.

Þetta kemur fram í bréfi GN Studios ehf., sem sér um rekstur kvikmyndaþorpsins í Gufunesi, til Samkeppniseftirlitsins þar sem óskað er eftir því að eftirlitið grípi til aðgerða. Þá hafa tækjaleigurnar Exton og Kukl lýst yfir stuðningi við kvörtun GN Studios.

Í samræmi við stefnu RÚV til ársins 2021 voru gerðar skipulagsbreytingar og sérstök eining stofnuð, RÚV-stúdíó. GN Studios segir í bréfi sínu til SKE að svo virðist sem RÚV-stúdíó sé ekki dótturfélag RÚV heldur eining innan Ríkisútvarpsins ohf. Í því ljósi þykir GN Studios, Exton og Kukli ófært að RÚV ráðist inn á markað með slíka þjónustu í samkeppni við einkaaðila sem hafa ekki sömu tækifæri og RÚV til að bjóða slíka þjónustu.

Ekki náðist í útvarpsstjóra RÚV í gær, að þvcí er fram kemur í Morgunblaðinu, sem fjallar um mál þetta í dag. Samkvæmt 4. mgr. 4. gr. laga nr. 23/2013 eiga dótturfyrirtæki RÚV að lúta sömu löggjöf og starfsemi félaga í samkeppnisrekstri. Ætti starfsemin því að lúta samkeppnislögum nr. 44/2005. Enn fremur skulu viðskipti RÚV og dótturfélaga þess fara fram á markaðslegum forsendum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka