Fjölga tengitímum Icelandair í Keflavík

Icelandair mun fjölga tengitímum í Keflavík og verða þeir á …
Icelandair mun fjölga tengitímum í Keflavík og verða þeir á næsta ári fjórir í stað tveggja áður. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Icelanda­ir mun frá og með maí á næsta ári breyta leiðar­kerfi sínu og bæta við brott­far­ar­tím­um frá Kefla­vík þannig að boðið verður upp á flug til borga í Evr­ópu klukk­an 10.30 að morgni og til borga í Norður-Am­er­íku klukk­an 20.00 að kvöldi. Bæt­ist þetta við nú­ver­andi tengi­tíma sem eru snemma morg­uns og síðdeg­is.

Í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir seg­ir að til­gang­ur breyt­ing­anna sé að „skapa fé­lag­inu ný tæki­færi til vaxt­ar, bæta þjón­ustu við farþega og auka sveigj­an­leika. Ekki er svig­rúm til að bæta við flugi eða farþegum á Kefla­vík­ur­flug­velli á há­anna­tím­an­um að morgni og síðdeg­is, en á nýju brott­far­ar­tím­un­um er nægt rými í flug­stöðinni, við brott­far­ar­hlið og á flug­hlöðum.“

Haft er eft­ir Boga Nils Borga­syni, for­stjóra Icelanda­ir group, að þessi breyt­ing hafi verið í und­ir­bún­ingi um hríð og sé áfangi í framtíðar­vexti fé­lags­ins. Þá seg­ir hann þetta geta aukið þæg­indi við að velja fleiri tíma­setn­ing­ar til að fljúga út. „Fyr­ir Íslend­inga get­ur t.d. verið þægi­legt að þurfa ekki að vakna snemma á morgn­ana fyr­ir Evr­ópuflug, og einnig að fljúga vest­ur um haf að kvöldi til. Við erum jafn­framt að horfa til þess að laga það ójafn­vægi sem var í leiðakerf­inu á ár­inu 2018.“

Er breyt­ing­in einnig sögð tengj­ast end­ur­nýj­un á flug­flota Icelanda­ir, en fé­lagið hef­ur þegar tekið á móti þrem­ur Boeing MAX-þotum og mun taka á móti sex nýj­um snemma á næsta ári. Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að end­an­leg flugáætl­un fyr­ir 2019 liggi ekki fyr­ir, en að unnið sé að því að greina hvort nýir áfangastaðir bæt­ist við og hvort hætt verði flugi á ein­hvern af nú­ver­andi áfanga­stöðum.

Nýju tengi­bank­arn­ir verða nokkuð minni en aðaltengi­bank­ar fé­lags­ins í dag. Boðið verður upp á flug til Evr­ópu­borga um klukk­an 10.30 og flug­vél­ar sem koma frá sömu borg­um munu lenda á Kefla­vík­ur­flug­velli um kl. 18.30. Þær borg­ir í Evr­ópu sem búið er að ákveða að fari inn í þenn­an tengi­banka eru Frankfurt, München, Amster­dam, Kaup­manna­höfn, Stokk­hólm­ur, Ósló, Par­ís, Brus­sel, Berlín, Ham­borg og Zürich. Einnig verður áfram flogið til þess­ara borga á sama tíma og und­an­far­in ár. Flogið verður til Norður-Am­er­ík­ustaða um kl. 20.00 og flug­vél­ar sem koma frá þeim borg­um muni lenda á Íslandi um kl. 09.30 að morgni. Borg­irn­ar eru Bost­on, New York, Washingt­on, Chicago, Minn­ea­pol­is og Toronto.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK