150 flugferðum Ryanair aflýst

Flugvél Ryanair lendir á flugvellinum í Dublin í fyrra.
Flugvél Ryanair lendir á flugvellinum í Dublin í fyrra. AFP

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aflýst 150 af 400 flugferðum til og frá Þýskalandi á morgun eftir að flugmenn og áhöfn flugfélagsins sögðust ætla að leggja niður störf í sólarhring vegna óánægju með kjaramál.

400 flugmenn Ryanair og 1.000 úr áhöfn eru í stéttarfélögunum tveimur sem samþykktu verkfallið.

„Við biðjum alla viðskiptavini sem verða fyrir áhrifum af þessu afsökunar,“ sagði Kenny Jacobs, yfirmaður markaðsmála hjá Ryanair.

Hann bætti við að farþegum yrðu boðnar aðrar flugferðir í staðinn. Forsvarsmenn Ryanair hafi haldið því fram að verkfallið sé „ónauðsynlegt“.

„Þessar verkfallshótanir munu skaða viðskipti Ryanair í Þýskalandi og ef þau verða fleiri munu þau leiða til niðurskurðar með færri viðkomustöðum og störfum, hjá þýskum flugmönnum og þýskri áhöfn,“ sagði Jacobs.

Verkfallið á morgun stig­magn­ar enn frek­ar langvar­andi deilu Ry­ana­ir við flug­menn og aðra starfs­menn sína.

Mánuður er liðinn síðan flugmenn Ryanair í fimm Evrópulöndum fóru í sólarhrings verkfall sem bitnaði á um 55 þúsund farþegum.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK