Fréttir af WOW í lok vikunnar

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. mbl.is/RAX

Fréttir af skuldabréfaútboði WOW air eru væntanlegar í vikulok þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vænta þess að geta skýrt nánar frá gang mála. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs WOW air, í skriflegu svari til mbl.is um stöðu útboðsins.

Í gær greindi Morgunblaðið frá því að forsvarsmenn WOW reru nú öllum árum að því að tryggja að lágmarki 50 milljón dala fjármögnun og til handa starfseminni, jafngildi um 5,6 milljörðum króna, og funduðu fulltrúar stjórnvalda nú um helgina vegna málefna flugfélagsins.

Samkvæmt skilmálum skuldabréfaútboðsins stefnir félagið þó á að gefa út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, eða um 13 milljarða króna, með veð í öllum rekstri félagsins.

Skulda­bréf­in verða gef­in út til þriggja ára og eru tryggð með veði í öll­um hluta­bréf­um WOW air og dótt­ur­fé­laga þess. Nafn­v­irði hvers bréfs nem­ur 100 þúsund evr­um, eða um 13 millj­ón­um króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK