Icelandair rýkur upp

Bréf Icelandair hækkuðu mikið í dag
Bréf Icelandair hækkuðu mikið í dag mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á sama tíma og hluta­bréf flestra fyr­ir­tækja á aðall­ista Kaup­hall­ar­inn­ar lækkuðu í dag ruku hluta­bréf í Icelanda­ir upp. Tals­verður órói hef­ur verið á markaði í dag og hélt meðal ann­ars krón­an áfram að lækka sem hún hef­ur gert síðustu daga. Seinni part­inn styrkt­ist krón­an hins veg­ar á ný.

Gengi Icelanda­ir hækkaði um tæp­lega 10% í viðskipt­um í dag, en beðið er frétta af skulda­bréfa­út­boði sam­keppn­isaðila Icelanda­ir, WOW air, sem leit­ar nú fjár­magns frá fjár­fest­um til að setja í rekst­ur fé­lags­ins. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um í dag er frétta af útboðinu að vænta fyr­ir viku­lok.

Bréf annarra fé­laga í Kaup­höll­inni, að HB Granda und­an­skild­um, lækkuðu hins veg­ar í verði í dag. Mest lækkuðu bréf  N1, en þau fóru niður um 5,7% og í Eik fast­eigna­fé­lagi þar sem bréf­in lækkuðu um 4,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK