WOW air segir fjármögnun tryggða

Skúli Mogensen forstjóri Wow Air.
Skúli Mogensen forstjóri Wow Air.

WOW air hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þess efn­is að skulda­bréfa­út­gáfa fyr­ir­tæk­is­ins, sem unnið hef­ur verið að síðustu vik­ur, muni ljúka á þriðju­dag­inn næsta, 18. sept­em­ber kl. 14.00 á ís­lensk­um tíma. Í til­kynn­ing­unni seg­ir: „Nú þegar ligg­ur fyr­ir að út­gáf­an verður að lág­marki 50 millj­ón­ir evra.“ Sú upp­hæð jafn­gild­ir 6,4 millj­örðum króna.

Kjör­in sem skulda­bréf­in verða seld á verða 3 mánaða Euri­bor-vext­ir að viðbættu 9% álagi auk trygg­inga. Skulda­bréf­in verða gef­in út til 3 ára.

Í upp­lýs­ing­um frá Pareto Secu­rites, sem haft hef­ur yf­ir­um­sjón með skulda­bréfa­út­boðinu hjá WOW air seg­ir að vaxtaviðmiðið sé Euri­bor-vext­ir en þó aldrei und­ir 0%. Í dag eru 3 mánaða Euri­bor-vext­ir í 0,319%. Það þýðir að vaxta­kjör skulda­bréf­anna séu 9% að trygg­ing­um viðbætt­um. Ekki kem­ur fram í upp­lýs­ing­un­um frá Pareto Secu­rities hverj­ar þær eru.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur auk þess fram að fyr­ir­tækið muni ekki veita viðtöl vegna stöðu fé­lags­ins að svo stöddu en að til­kynn­ing um útboðið verði send út í lok dags næst­kom­andi þriðju­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK