Hafi aldrei skuldað tvo milljarða

Wow air skuldar Isavia um tvo milljarða í lendingargjöld.
Wow air skuldar Isavia um tvo milljarða í lendingargjöld. mbl.is/Árni Sæberg

Í skrif­legu svari flug­fé­lags­ins Wow air við fyr­ir­spurn mbl.is kem­ur fram að flug­fé­lagið hafi aldrei skuldað Isa­via tvo millj­arða króna. Flug­fé­lagið vildi ekki svara öðrum spurn­ing­um, m.a. um það hvort flug­fé­lagið væri í ein­hverri skuld við Isa­via vegna lend­ing­ar­gjalda, hve há hún væri þá og hve stór hluti henn­ar væri gjald­fall­inn. 

„Við tjá­um okk­ur ekki um inni­hald eða stöðu ein­staka samn­inga við okk­ar sam­starfsaðila, það eru trúnaðar­upp­lýs­ing­ar [...],“ sagði í svari Svan­hvít­ar Friðriks­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra sam­skipta­sviðs WOW air, „en ég get staðfest að við höf­um aldrei skuldað Isa­via 2 millj­arða.“

Ekki greitt lend­ing­ar­gjöld frá því í vor

Í frétt Morg­un­blaðsins í dag kom fram að flug­fé­lagið skuldaði Isa­via um tvo millj­arða króna í lend­ing­ar­gjöld og að um helm­ing­ur skuld­ar­inn­ar væri þegar gjald­fall­inn. Wow air mun þannig ekki hafa greitt lend­ing­ar­gjöld á Kefla­vík­ur­flug­velli frá því í vor. 

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, tjá­ir sig um málið í Face­book-færslu í dag þar sem hann seg­ir frétt Morg­un­blaðsins ranga „og við höf­um aldrei skuldað [Isa­via] yfir tvo millj­arða króna“.

Sam­kvæmt nýbirt­um árs­hluta­reikn­ingi Isa­via höfðu inn­lend­ar viðskipta­kröf­ur fyr­ir­tæk­is­ins hækkað um 1.220 millj­ón­ir króna frá ára­mót­um. Kröfu­fjár­hæðin miðaðist við stöðu viðskipta hjá fyr­ir­tæk­inu fyr­ir tíu vik­um, eða 30. júní sl. Ekki liggi enn ljóst fyr­ir með hvaða hætti Isa­via hygg­ist inn­heimta skuld flug­fé­lags­ins. 

Vinna að út­færslu á greiðslu skuld­ar

Í Morg­un­blaðinu kom einnig fram að Isa­via ynni nú að út­færslu á því í sam­ráði við WOW air með hvaða hætti skuld­in yrði gerð upp við fyr­ir­tækið. 

WOW air sendi frá sér til­kynn­ingu um miðjan dag í gær þar sem greint var frá því að skulda­bréfa­út­gáfa að virði 50 millj­óna evra yrði frá­geng­in á þriðju­dag­inn næsta. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um hvort fjár­mun­ir sem aflað verður með út­gáf­unni verði nýtt­ir til þess að gera upp fyrr­nefnda skuld við Isa­via.

Isa­via ít­rekaði það, þegar eft­ir því var leitað, að fyr­ir­tækið tjá­ir sig ekki um mál­efni ein­stakra viðskipta­vina sinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka