Tæplega 12% samdráttur í bílasölu

Alls voru 5.455 fólksbílar nýskráðir á tímabilinu maí-júní í ár, …
Alls voru 5.455 fólksbílar nýskráðir á tímabilinu maí-júní í ár, sem er 1.522 bílum, eða um 22%, færra en sömu mánuði árið á undan. mbl.is/Árni Sæberg

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, var 4.375 milljarðar króna á tímabilinu frá júlí í fyrra og þar til júlí í ár og er það  7,7% hækkun miðað við næstu 12 mánuði þar á undan, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Á tímabilinu frá maí til júní 2018 var veltan 808 milljarðar, eða 6,7% hærri en á sama tíma 2017.

Velta í sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja var hins vegar 11,7% lægri á tímabilinu maí-júní 2018, en á sömu mánuðum árið á undan. Má langmestan hluta lækkunarinnar, eða um 95%, skýra með minni bílasölu.

Alls voru 5.455 fólksbílar nýskráðir á tímabilinu maí-júní í ár, sem er 1.522 bílum, eða um  22%, færri en sömu mánuði árið á undan. Á sama tímabili voru nýskráðir bílaleigubílar 3.630 og er það 1.893 bílum færra, eða um 34%, 2017.

Segir í fréttinni að það megi því skýra samdrátt í bílasölu með því að bílaleigur hafi dregið úr bílakaupum sínum, en undanfarin ár hefur velta bílaleigufyrirtækja aukist mikið og nýskráðum bílaleigubílum fjölgað.

Mesta hækkun milli ára var hins vegar í framleiðslu málma, en í þeirri atvinnugrein jókst velta um 23% milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka