Alltaf óheppilegt að valda óánægju

Bogi Nils Bogason.
Bogi Nils Bogason. mbl.is/​Hari

„Það er alltaf óheppilegt þegar við erum að valda óánægju hjá okkar starfsfólki en þegar við erum í rekstri þarf alltaf að grípa til aðgerða og taka ákvarðanir, það er bara þannig,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, spurður út í þá ákvörðun að láta flugfreyjur og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair ákveða hvort þau vilja ráða sig í fulla vinnu hjá fyrirtækinu eða láta af störfum um áramótin.

„Við teljum að við eigum að geta unnið með okkar fólki. Það er öllum boðið 100% starf. Við höfum séð það í sögu félagsins og annars staðar miklu róttækari aðgerðir heldur en þessa. Það er öllum boðið starf áfram sem það vilja.“

Bogi segir aðgerðirnar vera lið í því að bæta rekstur flugfélagsins og nefnir að þær séu liður í að bæta samkeppnishæfni þess. Kostnaðarliður vega flugfreyja og flugþjóna í hlutastörfum sé mjög hár miðað við það sem gengur og gerist á alþjóðavísu.  

Hann segir fastan kostnað fylgja hverjum starfsmenni og það sé dýrara að vera með mjög marga í hlutastörfum en að vera með fólk í 100% störfum.

Afarkostirnir eiga ekki við um flugfreyjur og flugþjóna sem eru búnir að vinna í 30 ár eða meira hjá flugfélaginu eða eru 55 ára og eldri. Öllum öðrum, 118 af 900 starfsmönnum, stendur til boða að fara í 100% störf.

Aðspurður segir Bogi óverulegan fjölda flugmanna vera í hlutastörfum, auk þess sem annars staðar í starfseminni sé óverulegur fjöldi starfsfólks í hlutastörfum.  Langhæsta hlutfallið af fólki í hlutastörfum sé hjá flugfreyjum og flugþjónum og þess vegna var ákveðið að horfa til þessara starfsmanna.

Þota Icelandair.
Þota Icelandair. mbl.is/Eggert

„Fylgjum alltaf kjarasamningum“

Flugfreyjufélag Íslands hefur sagt aðgerðirnar brot á kjarasamningum og er að undirbúa stefnu til Félagsdóms. „Við erum félag sem fylgjum alltaf kjarasamningum og öðrum samningum og við teljum ekki að þetta sé brot á kjarasamningum. Við hefðum aldrei farið þessa leið ef við hefðum talið að svo væri.“

Spurður hversu háar upphæðir flugfélagið vonast til að spara með aðgerðunum segir hann að það hafi ekki verið gefið út en að þetta skipti málið í rekstrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka