Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

Gangi samningaviðræður eftir mun Icelandair eignast allt að 51% hlut …
Gangi samningaviðræður eftir mun Icelandair eignast allt að 51% hlut í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum.

Í frétt á vefmiðlinum Aviator kemur fram að Icelandair sé meðal fyrirtækja og fjárfesta sem hafa lýst áhuga á að taka þátt í einkavæðingu flugfélagsins og hafi verið valið úr hópi þessara fyrirtækja til að ganga til viðræðna við stjórnvöld um að gerast kjölfestufjárfestir í Cabo Verde Airlines.  

Gangi samningaviðræður eftir mun Icelandair eignast allt að 51% hlut í félaginu. Hin 49% munu seljast til annarra kaupenda, helst til fyrirtækja og fjárfesta sem hafa tengsl við Grænhöfðaeyjar.

Cabo Verde Airlines var stofnað árið 1958 og hefur verið ríkisflugfélag Grænhöfðaeyja frá því að eyjarnar öðluðust sjálfstæði árið 1975. Um 800 manns starfa hjá flugfélaginu. Tvær Boeing-þotur eru í eigu félagsins og félagið leigir fleiri slíkar vélar, meðal annars tvær frá Icelandair, að því er fram kemur í frétt Rúv.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka