Sjálfbærni fjárhagslega hagkvæm

Byggingakranar við Reykjavíkurfluvöll. Kannanir sýna að vottaðar byggingar eru verðmætari …
Byggingakranar við Reykjavíkurfluvöll. Kannanir sýna að vottaðar byggingar eru verðmætari en óvottaðar. Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

„Sjálfbærni skilar ekki bara samfélagslegum og umhverfislegum ávinningi heldur líka fjárhagslegum ábata.“ Þetta segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti sem á dögunum stóð fyrir fundi, ásamt Samtökum fjármálafyrirtækja, um sjálfbærar fjárfestingar.

Vaxandi áhersla á sjálfbærni

Neel Strøbæk, framkvæmdastjóri sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá danska ráðgjafafyrirtækinu Rambøll, hélt erindi og sagði meðal annars frá vaxandi áherslum fjárfesta á sjálfbærni þegar kemur að byggingarframkvæmdum.

„Byggingariðnaðurinn verður sífellt alþjóðavæddari. Sem þýðir að það eru ekki bara Íslendingar að byggja íslenskar byggingar fyrir Íslendinga til að búa í. Bein erlend fjárfesting er orðin meiri og það sem við sjáum er að margir af þessum erlendu fjárfestum vilja miða við alþjóðlega staðla. Það er ekki nóg fyrir þá að hafa íslenska byggingarreglugerð,“ segir Strøbæk. „Sjálfbærni er eitthvað sem alþjóðlegir fjárfestar meta mikils. Þeir vilja fá alþjóðlegar vottanir,“ segir Strøbek.

Sandra Rán tekur í sama streng og segir að alþjóðlegir aðilar hugsi í sífellt meiri mæli um sjálfbærni þegar kemur að byggingarframkvæmdum enda geti það skipt mjög miklu máli, ekki einungis út frá samfélagslegum sjónarmiðum heldur einnig fjárhagslegum.

„Erlendir aðilar hafa sífellt meiri áhuga á Íslandi. Þá vilja þeir vera vissir um að þeirra fjárfesting sé að fara í það sem þeir vildu. Að þú sért að skjalfesta og sýna það svart á hvítu að þú sért raunverulega að uppfylla væntingar viðskiptavinarins,“ segir Sandra Rán.

Hafa hærra söluvirði

„Erlendis hafa kannanir sýnt að vottaðar byggingar hafa hærra sölu- og leiguvirði en þær óvottuðu og því sívaxandi krafa frá markaðnum um vottun. Þannig er markaðurinn að kalla eftir sjálfbærnimiðaðri hugsun og framkvæmdaaðilar að átta sig á mikilvægi vottunar til að verða við því ákalli,“ segir Sandra.

Greinin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK