Reykjavík þriðja dýrasta borg Evrópu

Ferðamenn á ferli í Reykjavík.
Ferðamenn á ferli í Reykjavík. mbl.is/Ómar Óskarsson

Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur greiningardeildar Arion banka, sagði á morgunfundi deildarinnar í morgun, um ferðaiðnaðinn hér á landi, að Reykjavík væri orðin þriðja dýrasta borg í Evrópu fyrir hinn hefðbundna ferðamann. Vísaði Erna þar í hina svokölluðu þriggja stjörnu vísitölu, þ.e. hvað hinn hefðbundni ferðamaður greiðir fyrir hótel, leigubíl, heimsókn á safn, máltíð og bjór að loknum góðum degi.

Einu borgirnar sem skáka Reykjavík í þessum samanburði eru Zürich, sem er dýrust, og Interlaken, sem er næstdýrust, en báðar þær borgir eru í Sviss.

Sagði Erna að eftir því sem raungengi íslensku krónunnar hækki, því dýrara verði fyrir ferðamanninn að vera í landinu. Það sem vegur á móti aukinni dýrtíð er hins vegar sú staðreynd að flugfargjöld hafi lækkað.

Eitt af því sem gerst hefur á síðustu árum er að eftir því sem landið verður dýrara og dýrara, hafi ferðamenn brugðist við með því að færa sig í ódýrari gistingu. Á því er þó mögulega að verða breyting.

Ferðamenn á Þingvöllum.
Ferðamenn á Þingvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Komið að kaflaskilum

Erna ræddi einnig um skráðar gistinætur, en samkvæmt þeim er enn að verða meiri samþjöppun í gistingu ferðamanna á suðvesturhorninu, sem er þvert á vonir um að ná að dreifa ferðamönnum betur út um landið.

Lauk Erna máli sínu á því að segja að Ísland væri að koma að kaflaskilum í ferðaiðnaðinum, hægt hafi á vextinum, og því þurfi að huga að því hvernig hægt væri að fá meiri tekjur út úr þeim ferðamönnum sem koma til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK