Spá mjög lítilli fjölgun ferðamanna

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka ger­ir ráð fyr­ir mjög lít­illi fjölg­un ferðamanna á næstu árum, eins og það var orðað á morg­un­fundi deild­ar­inn­ar fyrr í morg­un. Þar kom fram að gert er ráð fyr­ir að ferðamönn­um fjölgi um 4,5% á þessu ári, 1,4% árið 2019, 2,4% árið 2020 og 2,7% árið 2021.

Á fund­in­um fóru sér­fræðing­ar grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar, þau Elv­ar Ingi Möller, Þor­steinn Andri Har­alds­son og Erna Björg Sverr­is­dótt­ir, yfir ferðamannaiðnaðinn frá ýms­um hliðum, og veltu upp svart­sýn­um sviðsmynd­um og bjart­sýn­um á víxl.

Flug­far­gjöld þurfa að hækka

Eitt af því sem fram kom í máli þeirra var að flug­far­gjöld þyrftu að hækka, enda væri rekstr­artap Icelanda­ir og WOW air í ár um 1.000 kr. á hvern flug­f­arþega. Erna Björg velti því þó fyr­ir sér hvaða áhrif slík hækk­un gæti haft á ferðaiðnaðinn hér á landi, og sagði hún lík­ur á að til dæm­is 10% hækk­un flug­far­gjalda myndi leiða til „skells“ sem hefði í för með sér tölu­vert minnk­andi heild­ar­neyslu ferðamanna hér á landi, fækk­un starfa í ferðageir­an­um og minni út­flutn­ing­tekj­ur þjóðar­inn­ar, sem þýddi að viðskipta­jöfnuður færi úr því að vera já­kvæður yfir í viðskipta­halla.

Í máli sér­fræðing­anna kom fram að grein­ing­ar­deild­in hafi fært niður spá sína um kom­ur ferðamanna hingað til lands, þar sem WOW air hafi dregið um­tals­vert úr sín­um vaxt­ar­horf­um. Vísað var þar í ný­af­astaðið skulda­bréfa­út­boð fé­lags­ins, en þar líti fé­lagið svo á að vaxt­ar­skeiði þess sé lokið og við taki þroska­skeið, þar sem ein­blína eigi á bætt­an rekst­ur.

Fram­boðsskell­ur í flugi hingað til lands, eins og Elv­ar Ingi orðaði það á fund­in­um, gæti þýtt að Ísland færi tvö ár aft­ur í tím­ann, hvað varðar kom­ur flug­f­arþega til lands­ins. Það myndi þýða 17,8% fækk­un farþega á næsta ári, 10,1% 2020 og 5,5% 2021.

Sér­fræðing­arn­ir birtu einnig bjart­sýna sviðsmynd, þar sem bú­ist er við batn­andi rekstri flug­fé­lag­anna, meðal ann­ars þar sem boðið verður upp á ferðir til Asíu, en þar er gert ráð fyr­ir 4,5% vexti á næsta ári, 6,5% árið 2020 og 7,1% árið 2021.

Skýrsla Ari­on banka

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK