Kringlan leiðandi í stafrænni verslun

Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri og Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar hafa …
Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri og Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar hafa tekið þátt í undirbúningnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Kringlan ætlar að verða leiðandi í stafrænni verslun. Næstu tólf mánuði munum við kynna til sögunnar þætti sem lúta að stafrænni þjónustu hér í húsinu og eins á netinu,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Takmarkið er að fólk geti verið með Kringluna á netinu og skoðað vöruúrvalið sem boðið er upp á í húsinu.“

Stefnumótun um stafræna stefnu Kringlunnar var kynnt rekstraraðilum í fyrradag. Undirbúningur hefur staðið lungann úr árinu. Auk Kringlunnar og Reita komu að honum rekstraraðilar og markaðsráð Kringlunnar undir handleiðslu Eddu Blumenstein ráðgjafa.

„Við stefnum að því að geta þjónað viðskiptavinum okkar með heildstæðri nálgun þar sem netheimar og raunheimar renna saman í eitt,“ segir Sigurjón í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Svipað og fólk getur gengið inn í Kringluna á það að geta vafrað um hana á netinu og kynnt sér vöruúrvalið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka