Alvotech með 22 milljarða samning

Alvotech á Íslandi.
Alvotech á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alvotech hefur gert 22 milljarða króna samning við kínverska lyfjafyrirtækið Changchun High & New Technology Industries um þróun, framleiðslu og markaðssetningu líftæknilyfja í Kína. Fyrirtækin hyggjast hefjast handa við byggingu nýrrar lyfjaverksmiðju í Changchun í Kína strax á næsta ári að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag.

Fyrirtækin munu eiga lyfjaverksmiðjuna til jafns og skipta með sér væntanlegri arðsemi af samstarfinu. Kínverska félagið mun leggja félaginu til 100 milljónir dollara, um 11 milljarða króna, en Alvotech 10 milljónir dollara, 1,1 milljarð króna, og markaðsleyfi fyrir sex líftæknilyf sem markaðssett verða þar í landi á næstu árum. Andvirði markaðsleyfanna í Kína er metið á 90 milljónir dollara, tæplega 10 milljarða króna, samkvæmt samningnum.

Frétt Viðskiptablaðsins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK