Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september hækkar um 0,24% frá fyrri mánuði og er verðbólgan, mæld á tólf mánaða tímabili, 2,7% sem er lítils háttar hækkun frá fyrra mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eru 2,5% og er þetta fjórði mánuðurinn í röð sem verðbólgan er yfir markmiðum Seðlabankans.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,26% frá ágúst 2018.
„Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 25,3% (áhrif á vísitöluna -0,39%). Sumarútsölur eru að mestu gengnar til baka en verð á fötum og skóm hækkaði um 8,7% (0,29%). Verð á mat hækkaði um 1,3% (0,13%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,7% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,8%,“ segir í frétt Hagstofu Íslands.