Kolefnisfótspor rafbíla 5 sinnum minna

Rafbílar eru allt að því fimm sinnum umhverfisvænni en bensínsbílar.
Rafbílar eru allt að því fimm sinnum umhverfisvænni en bensínsbílar. AFP

Skýrsla frá Orku nátt­úr­unn­ar um sam­an­tekt á niður­stöðum vist­fer­ils­grein­inga fyr­ir raf­bíla er vænt­an­leg á næstu vik­um þar sem meðal ann­ars kem­ur fram að raf­bíl­ar séu allt að því fimm sinn­um um­hverf­i­s­vænni held­ur en bens­ín- og dísel­bíl­ar ef miðað er við ís­lenskt sam­hengi.

Í skýrsl­unni er búið að staðfæra fjöl­marg­ar er­lend­ar vist­fer­ils­rann­sókn­ir á ís­lenskt sam­hengi þar sem farið er yfir þau fjög­ur skref sem eru í vist­ferli bíla, allt frá út­veg­un hrá­efna í fram­leiðsluna, fram­leiðslunni sjálfri, notk­un bíls­ins með til­liti til orku­gjafa, til förg­un­ar hans. Þó ber að hafa í huga að áhrif vegna förg­un­ar á raf­hlöðum í raf­bíl­um eru ekki tek­in til skoðunar í grein­ingu Orku nátt­úr­unn­ar, en að sögn Kevins Dillm­an, sem tók skýrsl­una sam­an fyr­ir fyr­ir­tækið, kem­ur það ekki að sök. Hann seg­ir að fræðimenn greini á um hvort raf­hlöðurn­ar hafi já­kvæð eða nei­kvæð áhrif á um­hverfið í end­ur­vinnslu. Og í síðar­nefnda til­vik­inu nemi nei­kvæð áhrif ein­ung­is um 1,5% af heild­aráhrif­um bíls­ins á um­hverfið.

Sjá frétt­ina í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heim­ild: Orka nátt­úr­unn­ar.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK