Kolefnisfótspor rafbíla 5 sinnum minna

Rafbílar eru allt að því fimm sinnum umhverfisvænni en bensínsbílar.
Rafbílar eru allt að því fimm sinnum umhverfisvænni en bensínsbílar. AFP

Skýrsla frá Orku náttúrunnar um samantekt á niðurstöðum vistferilsgreininga fyrir rafbíla er væntanleg á næstu vikum þar sem meðal annars kemur fram að rafbílar séu allt að því fimm sinnum umhverfisvænni heldur en bensín- og díselbílar ef miðað er við íslenskt samhengi.

Í skýrslunni er búið að staðfæra fjölmargar erlendar vistferilsrannsóknir á íslenskt samhengi þar sem farið er yfir þau fjögur skref sem eru í vistferli bíla, allt frá útvegun hráefna í framleiðsluna, framleiðslunni sjálfri, notkun bílsins með tilliti til orkugjafa, til förgunar hans. Þó ber að hafa í huga að áhrif vegna förgunar á rafhlöðum í rafbílum eru ekki tekin til skoðunar í greiningu Orku náttúrunnar, en að sögn Kevins Dillman, sem tók skýrsluna saman fyrir fyrirtækið, kemur það ekki að sök. Hann segir að fræðimenn greini á um hvort rafhlöðurnar hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á umhverfið í endurvinnslu. Og í síðarnefnda tilvikinu nemi neikvæð áhrif einungis um 1,5% af heildaráhrifum bílsins á umhverfið.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Heimild: Orka náttúrunnar.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka