Mesta hækkun matarkörfunnar í tæpt ár

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Mat­arkarf­an hækk­ar í sept­em­ber um 1,2% og er þetta mesta hækk­un henn­ar frá því októ­ber í fyrra. Mat­arkarf­an hef­ur hækkað um 5,1% und­an­farna mánuði, að því er seg­ir í grein­ingu á vísi­tölu neyslu­verðs grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka.

Vísi­tala neyslu­verðs (VNV) hækkaði um 0,24% á milli mánaða í sept­em­ber skv. nýbirt­um töl­um Hag­stof­unn­ar. Ársverðbólg­an hækkaði þar með í 2,7%, úr 2,6% í ág­úst.

„Verðbólgu­spár grein­ing­araðila voru á bil­inu 0,3-0,4% og er mæl­ing­in því rétt fyr­ir neðan spá­bil grein­ing­araðila sem birta spár op­in­ber­lega. Við spáðum 0,3% hækk­un. Helsta frá­vikið frá okk­ar spá má rekja til mat­ar­körf­unn­ar, sem hækkaði um 1,2%. Mat­arkarf­an hef­ur ekki hækkað jafn mikið í verði síðan í októ­ber á síðasta ári þegar hækk­un­in milli mánaða nam 1,9%. Meðal­hækk­un mat­ar­körf­unn­ar hef­ur verið 0,2% á mánuði að meðaltali frá því í októ­ber á síðasta ári fram í ág­úst á þessu ári, og hef­ur hækkað um 5,1% und­an­farna 12 mánuði.

Reiknuð húsa­leiga hækkaði aft­ur á móti minna en við höfðum spáð og sömu­leiðis heilsa. Út frá spá­getu deild­ar­inn­ar í sept­em­ber mætti halda að um væri að ræða móðins, ferðaglaða ein­stak­linga í ljósi þess að verðbreyt­ing­ar á fatnaði og skóm og flug­far­gjöld­um voru í góðu sam­ræmi við okk­ar vænt­ing­ar,“ seg­ir í grein­ingu Ari­on banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK