113 milljarða halli á vöruskiptum

Fyrstu átta mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 388,4 milljarða króna en inn fyrir 501,7 milljarða (535,3 milljarða króna cif). Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 113,3 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 113,9 milljarða á gengi hvors árs.

Vöruviðskiptahallinn á tímabilinu janúar til ágúst er því 600 milljónum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn 101,8 milljörðum króna, samanborið við 102,3 milljarða króna á sama tíma árið áður, samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.

Í ágúst 2018 voru fluttar út vörur fyrir 50,9 milljarða króna og inn fyrir 67,9 milljarða króna fob (72,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í ágúst, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 17 milljarða króna. Í ágúst 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 6,9 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í ágúst 2018 var því 10,1 milljarði króna meiri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 20,1 milljarði króna samanborið við 6,8 milljarða króna halla í ágúst 2017.

Álið skiptir máli

Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruútflutnings 58,4 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 17,2% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 53,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 14,2% hærra en á sama tíma árið áður. Hækkunina á milli ára má fyrst og fremst rekja til útflutnings á áli.

Sjávarafurðir voru 39,2% alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 23,1% hærra en á sama tíma árið áður. Aukning var öllum undirliðum sjávarafurða en aukninguna á milli ára má meðal annars rekja til sjómannaverkfalls í byrjun árs 2017.

Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 var verðmæti vöruinnflutnings 57,8 milljörðum króna hærra en á sama tímabili árið áður, eða 13,0% á gengi hvors árs. Mestu munaði um innflutning á eldsneyti, hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingu í flugvélum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK