Gistinóttum fjölgaði þrátt fyrir fækkun ferðamanna

Gistinóttum fjölgaði um 10% í ágúst og þar af um …
Gistinóttum fjölgaði um 10% í ágúst og þar af um 7% á hótelum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gist­inæt­ur ferðamanna á öll­um gististöðum í ág­úst síðastliðnum voru 1.734.000, en þær voru 1.575.000 í sama mánuði árið áður. Gist­inæt­ur á hót­el­um og gisti­heim­il­um voru 714.500, gist­inæt­ur á far­fugla­heim­il­um, svefn­pokaplássi og tjaldsvæðum voru 688.500, og 331.000 í gegn­um vefsíður á borð við Airbnb. Heild­ar­fjöldi gistinátta í ág­úst jókst um 10% milli ára, þar af var 7% fjölg­un á hót­el­um og gisti­heim­il­um, 16% fjölg­un á öðrum teg­und­um gisti­staða og 6% fjölg­un á stöðum sem miðla gist­ingu gegn­um Airbnb og svipaðar síður. Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um Hag­stof­unn­ar sem birt­ar voru í morg­un.

130 þúsund gist­inæt­ur sem ekki er greitt fyr­ir

Til viðbót­ar við þess­ar töl­ur eru áætlaðar gist­inæt­ur er­lendra ferðamanna í bíl­um utan tjaldsvæða 84.000 og hjá vin­um og ætt­ingj­um eða í gegn­um húsa­skipti eða á öðrum stöðum þar sem ekki var greitt sér­stak­lega fyr­ir gist­ingu 46.000.

Sam­kvæmt töl­um Ferðamála­stofu um fjölda farþega um Kefla­vík­ur­flug­völl í ág­úst sem birt­ar voru í byrj­un sept­em­ber­mánaðar fækkaði ferðamönn­um hins veg­ar um 2,8% í ág­úst­mánuði.

Gist­inæt­ur á hót­el­um í ág­úst síðastliðnum voru sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar 496.500, sem er 7% aukn­ing frá sama mánuði árið áður. Um 51% allra gistinátta voru á höfuðborg­ar­svæðinu eða 250.800.

Her­bergja­nýt­ing dregst aðeins sam­an

Um 93% gistinátta á hót­el­um voru skráðar á er­lenda ferðamenn eða 459.400. Banda­ríkja­menn voru með flest­ar gist­inæt­ur (163.400), síðan Þjóðverj­ar (47.500) og Kín­verj­ar (32.500), en gist­inæt­ur Íslend­inga voru 37.100.

Her­bergja­nýt­ing í ág­úst 2018 var 84,8%, sem er lækk­un um 1,9 pró­sentu­stig frá ág­úst 2017 þegar hún var 86,7%. Á sama tíma hef­ur fram­boð gist­i­rým­is auk­ist um 8,1% mælt í fjölda her­bergja. Nýt­ing­in í ág­úst var best á Suður­nesj­um, eða 94,1%.

243 þúsund gist­inæt­ur gegn­um Airbnb

Hag­stof­an birt­ir nú einnig fyrstu töl­ur fyr­ir gist­inæt­ur utan hefðbund­inn­ar gistinátta­skrán­ing­ar í júlí. Áætlað er að fjöldi gistinátta í gegn­um vefsíður á borð við Airbnb í júlí hafi verið 243.600, auk þess sem fjöldi er­lendra gistinátta í bíl­um utan tjaldsvæða var 51.400, og 28.300 er­lend­ar gist­inæt­ur hafi í júlí verið á stöðum þar sem ekki var greitt sér­stak­lega fyr­ir gist­ingu. Verið er að yf­ir­fara aðferðir við áætl­un þeirra gistinátta sem metn­ar eru út frá Landa­mær­a­rann­sókn Ferðamála­stofu og Hag­stofu Íslands og gæti sú yf­ir­ferð haft áhrif á töl­ur bæði fyr­ir 2017 og 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK