Afkomuviðvörun frá Ryanair

AFP

Ry­ana­ir hef­ur lækkað af­komu­spá sína fyr­ir árið um 12% vegna verk­falla sem hafa gert rekst­ur flug­fé­lags­ins erfiðari. Ry­ana­ir hef­ur þurft að af­lýsa hundruðum flug­ferða að und­an­förnu vegna verk­falla starfs­manna.

Flug­fé­lagið ger­ir nú ráð fyr­ir því að hagnaður eft­ir skatt nemi 1,10-1,20 millj­örðum evra en fyrri spá hljóðaði upp á 1,25-1,35 millj­arða evra. Rekstr­ar­ár­inu lýk­ur í lok mars.

Hluta­bréf Ry­ana­ir lækkuðu um rúm 7% í morg­un þegar til­kynnt var um af­komu­viðvör­un fé­lags­ins.

Áhafn­ir flug­véla Ry­ana­ir í Þýskalandi, Belg­íu, á Ítal­íu, í Hollandi, Portúgal og á Spáni voru í verk­falli í síðustu viku auk þess sem flug­menn fé­lags­ins hafa einnig verið í verk­falli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK