Afkomuviðvörun frá Ryanair

AFP

Ryanair hefur lækkað afkomuspá sína fyrir árið um 12% vegna verkfalla sem hafa gert rekstur flugfélagsins erfiðari. Ryanair hefur þurft að aflýsa hundruðum flugferða að undanförnu vegna verkfalla starfsmanna.

Flugfélagið gerir nú ráð fyrir því að hagnaður eftir skatt nemi 1,10-1,20 milljörðum evra en fyrri spá hljóðaði upp á 1,25-1,35 milljarða evra. Rekstrarárinu lýkur í lok mars.

Hlutabréf Ryanair lækkuðu um rúm 7% í morgun þegar tilkynnt var um afkomuviðvörun félagsins.

Áhafnir flugvéla Ryanair í Þýskalandi, Belgíu, á Ítalíu, í Hollandi, Portúgal og á Spáni voru í verkfalli í síðustu viku auk þess sem flugmenn félagsins hafa einnig verið í verkfalli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK