Bandaríkin og Kanada náðu samkomulagi

Donald Trump og Justin Trudeau í sumar.
Donald Trump og Justin Trudeau í sumar. AFP

Bandaríkin og Kanada náðu samkomulagi um nýjan fríverslunarsamning seint í gærkvöldi en Mexíkó er einnig hluti af samningnum.

Viðræður landanna tveggja höfðu staðið yfir í rúmt ár. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði lýst því yfir að fyrri samningurinn sem væri ómögulegur.

Nýi samningurinn, USMCA, kemur því í staðinn fyrir NAFTA-samninginn sem var samþykktur fyrir 25 árum og Trump hafði hótað að rifta. Áður hafði Mexíkó náð samkomulagi við Bandaríkin og Kanada.

USMCA-samningurinn „verður til þess að markaðir verða frjálsari, viðskipti sanngjarnari og hagvöxtur mun aukast mikið á okkar svæðum,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kanada.

„Þetta er góður dagur fyrir Kanada,“ sagði Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Luis Videgaray, utanríkisráðherra Mexíkó, tísti að samningurinn væri góður fyrir landið hans og Norður-Ameríku.

Með samningnum fá Bandaríkin aukinn aðgang að mjólkurvörum Kanadamanna, auk þess sem þak verður sett á innflutning bíla frá Kanada til Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK