Borgen hættir þegar í stað

Thomas Borgen hættir þegar í stað sem bankastjóri Danske Bank.
Thomas Borgen hættir þegar í stað sem bankastjóri Danske Bank. AFP

Thomas Borgen mun hætta þegar í stað sem bankastjóri Danske Bank. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum í morgun. Jesper Nielsen, yfirmaður Banking DK, tekur tímabundið við bankastjórastöðunni en Borgen hefur verið í því starfi í fimm ár.

Borgen sagði af sér sem bankastjóri Danske Bank í síðasta mánuði vegna peningaþvættishneyklis sem bankinn er tengdur við en grunur leikur á um að vafasamar færslur að andvirði 200 milljarða evra hafi streymt í gegnum útibú bankans í Eistlandi. Fyrst um sinn átti hann að starfa þar til varanlegur eftirmaður fyndist en þeirri ákvörðun hefur verið breytt.

„Við erum á þeirri skoðun, með hliðsjón af þeirri stöðu sem bankinn er í, að sá sem varðar veginn sé einnig hluti af framtíðinni. Það er Thomas Borgen ekki, eins og alkunna er, þar sem hann hefur sagt upp stöðu sinni,“ segir stjórnarformaður bankans Ole Andersen í skriflegu svari til Danska ríkisútvarpsins

„Ég hef verið beðinn um að vera í fararbroddi af kollegum mínum í forystu bankans, og þá ábyrgð tek ég að mér,“ segir Nielsen, en ekki er litið á hann sem kost í starfið til lengri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK