Starfsfólkið fái allt þjórfé

AFP

Veitingastöðum verður bannað með lögum að halda eftir hluta þjórfjárins sem gestir gefa í Bretlandi samkvæmt frumvarpi til laga sem Theresa May forsætisráðherra mun kynna í dag. Á allt þjórfé að renna beint til starfsfólksins.

Þetta þýðir að veitingahúsakeðjur eins og Prezzo, Strada og Zizzi verði skyldaðar að greiða starfsfólki öll þjónustugjöld sem gestir greiða segir May og BBC greinir frá.

Þetta er gert í kjölfar mikillar reiði meðal almennings vegna verklags einhverra veitingahúsa að taka til sín hluta þess sem greitt er í þjórfé.

Veitingahúsakeðjur eins og Belgo, Bella Italia, Cafe Rouge, Giraffe, Prezzo og Strada hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að taka til sín hluta greiðslunnar. 

Talið er að um 150 þúsund hótel, barir og veitingastaðir séu reknir í Bretlandi og þar starfi um tvær milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka