Hlutabréf í Icelandair lækka

Bréf í Icelandair hafa lækkað í morgun eftir fréttir um …
Bréf í Icelandair hafa lækkað í morgun eftir fréttir um viðræður við lánardrottna. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutabréf í Icelandair lækkuðu við upphaf viðskipta í Kauphöllinni eftir að tilkynnt var um að félagið myndi í dag hefja viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir 50% af útgefnum óveðtryggðum skuldabréfum félagsins að andvirði 21,5 milljarða króna.

Viðræðurnar eru tilkomnar vegna þess að líklegt er að afkoma Icelandair uppfylli ekki skilmála skuldabréfanna.

Í tæplega 11 milljóna viðskiptum nú í morgun hafa hlutabréf Icelandair lækkað um 2,84%, en á sama tíma hafa bréf í öðrum félögum sem virk viðskipti hafa verið með í morgun hækkað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK