Átök um eignarhald í Haffjarðará

Í Haffjarðará.
Í Haffjarðará. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Þegar einkahlutafélagið Dreisam ehf. hafði gengið frá undirritun samnings um kaup á 50% hlut í hinni rómuðu laxveiðiá, Haffjarðará, af félaginu Akurholti ehf., ákvað eigandi félagsins Geiteyrar að stíga inn í kaupin og draga á forkaupsréttarákvæði sem skrifað hafði verið undir í hluthafasamkomulagi milli aðila. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að Dreisam ehf. hafi farið fram á lögbann á því að Geiteyri gæti nýtt sér forkaupsréttinn en hluthafasamkomulagið mun ekki hafa verið meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar þegar gengið var frá samningi milli Dreisam og Akurholts. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að eigandi Akurholtshafi ákveðið að draga til baka ákvörðun sína um söluna á eignarhlut sínum í ánni í kjölfar þess að eigandi Geiteyrar gerði sig líklegan til þess að nýta fyrrnefndan forkaupsrétt.

Þar sem fullgild skjöl, er vörðuðu fyrrnefnt hluthafasamkomulag, voru lögð fyrir embætti sýslumanns var lögbannskröfunni hins vegar vísað frá.

Félagið Dreisam ehf. er í 100% eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar. Hafði félagið gengið frá kaupum á fyrrnefndum hlut í ánni af Akurholti hf. sem er í eigu Einars Sigfússonar, sem lengi rak verslunina Sportkringluna. Einar eignaðist hlutinn í ánni í árslok 1996. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ViðskiptaMogginn ekki fengið staðfest hvert kaupverð hlutar Akurholts í Haffjarðará átti að vera. Eignarhlutdeild félagsins í ánni tengist helmingseign í jarðeignunum við Haffjarðará og Oddastaðavatn á Snæfellsnesi annars vegar og hins vegar helmingi stangveiðiréttar í ánni og vatninu.

Viðræður enn í gangi

Þrátt fyrir þá staðreynd að Geiteyri ehf. hafi með inngripi sínu komið viðskiptum Akurholts ehf. við Dreisam ehf. í Haffjarðará í uppnám munu fjárfestar enn leita leiða til þess að tryggja sér eignarhald á ánni. Þannig mun Dreisam ehf. enn stefna að því að leggja fram tilboð í ánna og nærliggjandi jarðir. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að fleiri fjárfestar renni hýru auga til árinnar.

Haffjarðará hefur lengi verið með fengsælustu laxveiðiám landsins og um langt árabil var hún eina á landsins þar sem aðeins var leyfilegt að veiða á flugu. Samkvæmt tölum sem birtar voru í Morgunblaðinu 22. september síðastliðinn höfðu 1.545 laxar komið á land í Haffjarðará á þeim tímapunkti. Var hún þar með í sjötta sæti yfir aflahæstu ár þessa árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka