Bandaríska dómsmálaráðuneytið er nú að rannsaka meint peningaþvætti hjá Danske Bank. Rannsóknin beinist að 200 milljarða dollara millifærslu í gegnum útibú bankans í Eistlandi.
Í yfirlýsingu frá Danske Bank í morgun segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi beðið bankann um upplýsingar í tengslum við glæparannsókn sem tengist útibúinu í Eistlandi. Segist bankinn samstarfsfús við ráðuneytið um rannsókn málsins.