Ekki verið að beita úrræðunum

Halldór Grönvold.
Halldór Grönvold. mbl.is/Styrmir Kári

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, sagði í viðtali við Kastljós að heimsótt hafi verið um 1.200 fyrirtæki á þessu ári og að komist hafi verið í snertingu við um 5.000 erlenda einstaklinga á vinnumarkaði. Hann sagði að stéttarfélög hafi bætt sig verulega við að ná tengslum við þessa einstaklinga og upplýsa þá en nefndi að fylgja þurfi hlutunum betur eftir.

Hann nefndi heimild til þess að stöðva starfsemi fyrirtækja, dagsektarheimildir og stjórnsýslusektir sem dæmi og sagði að því miður sé ekki verið að beita þeim úrræðum sem eru til staðar í dag.

„Brotastarfsemi af þessu tagi á ekki að líðast. Þetta er ekki í boði og við ætlum að uppræta þessa brotastarfsemi,“ sagði hann. 

Baðst afsökunar

Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, var spurð út í ummæli ræðismanns Póllands á Íslandi um að engin svör hafi borist frá stofnuninni vegna slæmrar meðferðar á pólsku vinnuafli.

„Ég vil gjarnan nota tækifærið og biðja hann innilega afsökunar. Þetta er algjörlega minn „feill“,“ sagði hún og bætti við að tölvupóstur frá ræðismanninum hafi misfarist og að hún ætli að hafa samband við hann á morgun.

Unnur kvaðst fagna umræðu um slæma meðferð á erlendu vinnuafli. „Þetta er mjög víðfeðmt vandamál. Allir þurfa að taka höndum saman og koma böndum á þetta,“ sagði hún og nefndi að þrír starfsmenn hafi leitað til Vinnumálastofnunar í gær eftir umfjöllunina í þætti Kveiks á RÚV í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka