Fær lán frá Norræna fjárfestingabankanum

Lands­bank­inn og Nor­ræni fjár­fest­inga­bank­inn (NIB) hafa und­ir­ritað lána­samn­ing þar sem Lands­bank­inn fær lán­veit­ingu að fjár­hæð 75 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala til sjö ára sem ætluð er til fjár­mögn­un­ar á litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um á Íslandi og verk­efn­um tengd­um um­hverf­is­mál­um. Um er að ræða þriðja lána­samn­ing­inn sem NIB ger­ir við Lands­bank­ann en eldri samn­ing­ar eru frá ár­un­um 2015 og 2017.

Í frétta­til­kynn­ingu er haft eft­ir Henrik Normann, for­stjóra Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ans, að í sam­starfi við Lands­bank­ann geti bank­inn náð til fjölda lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja á Íslandi með lang­tíma­fjár­mögn­un í Banda­ríkja­döl­um.

Lilja Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, seg­ir að með sam­starf­inu ná­ist í senn bætt láns­kjör og betri stuðning­ur við sjálf­bær­an og stöðugan vöxt ís­lenskra fyr­ir­tækja.

NIB er alþjóðleg fjár­mála­stofn­un í eigu átta aðild­ar­ríkja: Dan­merk­ur, Eist­lands, Finn­lands, Íslands, Lett­lands, Lit­há­ens, Nor­egs og Svíþjóðar. Bank­inn lán­ar bæði til verk­efna í op­in­bera og einka­geir­an­um jafnt inn­an sem utan aðild­ar­ríkj­anna. Láns­hæf­is­mat­s­ein­kunn NIB er AAA/​Aaa frá S&P Global og Moo­dy‘s.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK