Bresk stjórnvöld létu Ísland róa

„Rík­is­stjórn­in lét í raun­inni ekki Ices­a­ve róa, hún lét Ísland róa. Það er al­veg ljóst að það var fyr­ir hendi óánægja með það hvernig ís­lensku banka­menn­irn­ir höfðu hagað starf­sem­inni,“ seg­ir Mark Sis­mey-Durant, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Ices­a­ve-net­bank­ans, í sam­tali við breska dag­blaðið Sunday Times þar sem hann tjá­ir sig um ör­lög bank­ans fyr­ir tíu árum. Vís­ar hann þar til þess hvernig þáver­andi rík­is­stjórn Bret­lands tók á mál­um.

Fram kem­ur í viðtal­inu að Sis­mey-Durant hafi allt þar til fá­ein­um klukku­stund­um áður en Ices­a­ve féll full­yrt við viðskipta­vini bank­ans að pen­ing­arn­ir þeirra væru ör­ugg­ir. Sis­mey-Durant seg­ist í viðtal­inu sjá mjög eft­ir því en þar seg­ir að þetta sé í fyrsta sinn sem hann lýsi því yfir. Hann seg­ist ekki hafa haft upp­lýs­ing­ar um hversu al­var­leg staða bank­ans hafi verið.

„Það er ým­is­legt sem ég sé mjög eft­ir. Ég svaraði sum­um spurn­ing­um sam­kvæmt bestu vit­und en ég held ekki að ég hafi vitað al­ger­lega hvað var í gangi. Við vor­um ekki hafðir með í ráðum,“ seg­ir Sis­mey-Durant og bæt­ir við að Íslend­ing­ar séu ynd­is­legt fólk en í erfiðum aðstæðum sé oft lítið um svör frá þeim. Erfiðum spurn­ing­um sé þá kannski ekki svarað.

Bresk stjórn­völd vildu refsa Íslandi

Fram kem­ur að á sama tíma og Sis­mey-Durant hafi reynt að sann­færa viðskipta­vini Ices­a­ve um að pen­ing­arn­ir þeirra væru ör­ugg­ir hafi bresk stjórn­völd verið að und­ir­búa það að loka bank­an­um. Breska fjár­mála­eft­ir­litið hafi hafið und­ir­bún­ing neyðaraðgerða til þess að bjarga öllu banka­kerf­inu í Bretlandi en ís­lensku bönk­un­um í land­inu hafi eng­in aðstoð boðist.

Fram­kvæmda­stjór­inn fyrr­ver­andi seg­ir í viðtal­inu að hann telji að það hafi verið út­hugsuð ákvörðun hjá breska fjár­málaráðuneyt­inu að skilja ís­lensku banka­stofn­an­irn­ar eft­ir. „það sjón­ar­mið var fyr­ir hendi hjá bresku rík­is­stjórn­inni að það þyrfti að refsa Íslandi fyr­ir gjá­lífi þess. Fram kem­ur í frétt­inni að marg­ir á Íslandi deili þeirri skoðun Sis­mey-Durants.

Annað Ices­a­ve-mál óhugs­andi í dag

Sis­mey-Durant seg­ist telja annað Ices­a­ve-mál óhugs­andi í dag þar sem regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins hafi síðan þá verið breytt. Viður­kennt sé að fyr­ir­komu­lag Ices­a­ve, úti­bú frá er­lend­um banka, hafi ekki verið heppi­legt með til­liti til ör­ygg­is inni­stæðueig­enda. Ekki væri leng­ur hægt fyr­ir banka utan Evr­ópu­sam­bands­ins að reka slíka starf­semi inn­an þess.

Lær­dóm­ur hafi því verið dreg­inn af Ices­a­ve-mál­inu inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Stóra vanda­málið á þeim tíma hafi verið sú álykt­un að all­ir eft­ir­litsaðilar væru jafn­vel í stakk bún­ir til þess að sinna hlut­verki sínu við þess­ar aðstæður sem hafi ekki verið rétt. Þannig hafi eft­ir­litsaðilar á Íslandi ekki haft neina reynslu af eft­ir­liti með slíkri banka­starf­semi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK