Eftirlitsstofnanir skoði raforkumarkaðinn

Rafmagnslínur. Mynd úr safni.
Rafmagnslínur. Mynd úr safni. mbl.is/ Þorvaldur Örn Kristmundsson

Rafsölufyrirtækið Orka heimilanna hefur gert Orkustofnun og Samkeppniseftirlitinu grein fyrir verulegum misbrestum í verklagi dreifiveitna við móttöku nýrra viðskiptavina. Hefur fyrirtækið óskað eftir því að stofnanirnar  hlutist til í málinu.

Segir í fréttatilkynningu frá Orku heimilanna að dreifiveiturnar hafi „frá upphafi setningar raforkulaga hunsað skýr ákvæði í lögunum um notendaskipti og sett alla nýja raforkunotendur sjálfgefið í viðskipti við það sölufyrirtæki sem dreifiveitan er í eignartengslum við. Þannig hafa þau viðhaldið markaðshlutdeild síns sölufyrirtækis og komið í veg fyrir eðlilega samkeppni.“

Hafi dreifiveiturnar með aðgerðum sínum „skipt markaðnum á milli sinna sölufyrirtækja með markvissum hætti og tryggt sínum sölufyrirtækjum raforkuviðskipti upp á milljarða króna,“ að því er segir í tilkynningunni.

Orka heimilanna hafi því óskað eftir að eftirlitsstofnanir taki málið til skoðunar og tryggi að farið sé að lögum.

„Við höfum nú fengið upplýsingar um að Orkustofnun sé að hefja skoðun á þessum málum og vonumst til að það leiði til þess að dreifiveiturnar fari að lögum og bjóði nýjum notendum að velja sér söluaðila.“ Það sé fyrirtækinu á móti skapi að þurfa að eyða tíma í að gera athugasemdir til eftirlitsstofnana, enda vilji það helst geta stundað heilbrigða samkeppni á heilbrigðum markaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka