Fá Nóbelinn fyrir grænar hagfræðikenningar

Greint var frá því dag að Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár hljóti hagfræðingarnir William Nordhaus og Paul Romer fyrir rannsóknir sínar á sjálfbærum vexti, að því er BBC greinir frá.

Rannsóknir þeirra Nordhaus og Romer hafa beinst að áhrifum loftslagsbreytinga og tækni á efnahagsmál. Segir í niðurstöðu sænsku Nóbelsnefndarinnar að þeir taki þar á „sumum mikilvægustu spurningum samtímans“ um það hvernig megi ná fram sjálfbærum vexti.

Tvíeykið hlýtur níu milljónir sænskra króna (tæplega 114 milljónir ísl. kr.) fyrir rannsóknir sínar.

Nordhaus, sem er prófessor við Yale-háskóla, var fyrstu allra til að útbúa líkan þar sem lýst er víxláhrifum efnahags og loftslags,“ segir í niðurstöðum nefndarinnar.

Romer, sem er prófessor við Stern School of Business við New York-háskóla, hefur svo sýnt fram á hvernig efnahagsöfl stjórna vilja fyrirtækja til að framleiða nýjar hugmyndir og nýjungar.

„Niðurstöður þeirra hafa breikkað svið efnahagsgreininga svo um munar, með uppbyggingu líkans sem útskýrir hvernig efnahagsleg markaðsöfl bregðast við eðli og þekkingu,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar.

Hægt að vernda umhverfið og viðhalda sjálfbærum vexti

Romer vakti verulegt umtal fyrr á árinu er hann sagði af sér sem aðalhagfræðingur Alþjóðabankans eftir aðeins 15 mánuði í starfi. Fullyrti Romer að stöðu Chile á viðskiptalista ríkja hefði verið hagrætt af stjórnmálaástæðum í stjórnartíð forsetans Michelle Barchelet. Þá er Romer sagður hafa lent í deilum við ýmsa kollega hjá Alþjóðabankanum vegna margvíslegra mála.

„Ég held [...] að margir telji það svo kostnaðarsamt að vernda umhverfið að þeir vilji bara horfa fram hjá því,“ sagði Romer er hann frétti af verðlaununum. „Við getum hins vegar algjörlega náð verulegum framförum í að vernda umhverfið og gert það án þess að gefa upp möguleikann á sjálfbærum vexti.“

Paul Romer hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði ásamt William Nordhaus.
Paul Romer hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði ásamt William Nordhaus. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka