Fá Nóbelinn fyrir grænar hagfræðikenningar

00:00
00:00

Greint var frá því dag að Nó­bels­verðlaun­in í hag­fræði í ár hljóti hag­fræðing­arn­ir William Nor­d­haus og Paul Romer fyr­ir rann­sókn­ir sín­ar á sjálf­bær­um vexti, að því er BBC grein­ir frá.

Rann­sókn­ir þeirra Nor­d­haus og Romer hafa beinst að áhrif­um lofts­lags­breyt­inga og tækni á efna­hags­mál. Seg­ir í niður­stöðu sænsku Nó­bels­nefnd­ar­inn­ar að þeir taki þar á „sum­um mik­il­væg­ustu spurn­ing­um sam­tím­ans“ um það hvernig megi ná fram sjálf­bær­um vexti.

Tví­eykið hlýt­ur níu millj­ón­ir sænskra króna (tæp­lega 114 millj­ón­ir ísl. kr.) fyr­ir rann­sókn­ir sín­ar.

Nor­d­haus, sem er pró­fess­or við Yale-há­skóla, var fyrstu allra til að út­búa lík­an þar sem lýst er víxlá­hrif­um efna­hags og lofts­lags,“ seg­ir í niður­stöðum nefnd­ar­inn­ar.

Romer, sem er pró­fess­or við Stern School of Bus­iness við New York-há­skóla, hef­ur svo sýnt fram á hvernig efna­hag­söfl stjórna vilja fyr­ir­tækja til að fram­leiða nýj­ar hug­mynd­ir og nýj­ung­ar.

„Niður­stöður þeirra hafa breikkað svið efna­hags­grein­inga svo um mun­ar, með upp­bygg­ingu lík­ans sem út­skýr­ir hvernig efna­hags­leg markaðsöfl bregðast við eðli og þekk­ingu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar.

Hægt að vernda um­hverfið og viðhalda sjálf­bær­um vexti

Romer vakti veru­legt um­tal fyrr á ár­inu er hann sagði af sér sem aðal­hag­fræðing­ur Alþjóðabank­ans eft­ir aðeins 15 mánuði í starfi. Full­yrti Romer að stöðu Chile á viðskiptal­ista ríkja hefði verið hagrætt af stjórn­mála­ástæðum í stjórn­artíð for­set­ans Michelle Barchelet. Þá er Romer sagður hafa lent í deil­um við ýmsa koll­ega hjá Alþjóðabank­an­um vegna marg­vís­legra mála.

„Ég held [...] að marg­ir telji það svo kostnaðarsamt að vernda um­hverfið að þeir vilji bara horfa fram hjá því,“ sagði Romer er hann frétti af verðlaun­un­um. „Við get­um hins veg­ar al­gjör­lega náð veru­leg­um fram­förum í að vernda um­hverfið og gert það án þess að gefa upp mögu­leik­ann á sjálf­bær­um vexti.“

Paul Romer hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði ásamt William Nordhaus.
Paul Romer hlaut Nó­bels­verðlaun­in í hag­fræði ásamt William Nor­d­haus. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK