Icelandair flutti 427.000 farþega í september

mbl.is/Jón Pétur

Fjöldi farþega Icelandair í september nam 427 þúsund og fjölgaði þeim um 1% miðað við september á síðasta ári. Framboðnum sætiskílómetrum (ASK) fjölgaði um 3%. Sætanýting var 81,0% samanborið við við 81,1% í september á síðasta ári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group.

„Í september er sama þróun og undanfarna mánuði. Sala á áfangastaði í N-Ameríku hefur ekki fylgt framboðsaukningunni eftir á meðan að sala til Evrópu hefur verið mjög góð. Til samanburðar þá var sætanýting á leiðum Icelandair í Evrópu 84,9% og jókst um 5,4 prósentustig á milli ára á meðan að sætanýting á leiðum félagsins til N-Ameríku var 78,7% og lækkaði um 3,4 prósentustig á milli ára,“ segir í tilkynningu félagsins.

Þá kemur fram, að farþegar Air Iceland Connect hafi verið tæplega 29 þúsund og fækkaði um 15% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýri það fækkunina milli ára.

Sætanýting nam 70,5% og jókst um 0,2 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 18% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 9% á milli ára. Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 20% á milli ára. Herbergjanýting var 93,7% samanborið við 90,9% í september 2017. Herbergjanýtingin hækkaði á milli ára á öllum hótelum félagsins, að því er félagið segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka