Icelandair flutti 427.000 farþega í september

mbl.is/Jón Pétur

Fjöldi farþega Icelanda­ir í sept­em­ber nam 427 þúsund og fjölgaði þeim um 1% miðað við sept­em­ber á síðasta ári. Fram­boðnum sætis­kíló­metr­um (ASK) fjölgaði um 3%. Sæta­nýt­ing var 81,0% sam­an­borið við við 81,1% í sept­em­ber á síðasta ári.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir Group.

„Í sept­em­ber er sama þróun og und­an­farna mánuði. Sala á áfangastaði í N-Am­er­íku hef­ur ekki fylgt fram­boðsaukn­ing­unni eft­ir á meðan að sala til Evr­ópu hef­ur verið mjög góð. Til sam­an­b­urðar þá var sæta­nýt­ing á leiðum Icelanda­ir í Evr­ópu 84,9% og jókst um 5,4 pró­sentu­stig á milli ára á meðan að sæta­nýt­ing á leiðum fé­lags­ins til N-Am­er­íku var 78,7% og lækkaði um 3,4 pró­sentu­stig á milli ára,“ seg­ir í til­kynn­ingu fé­lags­ins.

Þá kem­ur fram, að farþegar Air Ice­land Conn­ect hafi verið tæp­lega 29 þúsund og fækkaði um 15% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti fé­lagið flugi til Belfast og Aber­deen og einnig á milli Kefla­vík­ur og Ak­ur­eyr­ar og skýri það fækk­un­ina milli ára.

Sæta­nýt­ing nam 70,5% og jókst um 0,2 pró­sentu­stig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 18% á milli ára. Frakt­flutn­ing­ar juk­ust um 9% á milli ára. Fram­boðnum gistinótt­um hjá hót­el­um fé­lags­ins fjölgaði um 20% á milli ára. Her­bergja­nýt­ing var 93,7% sam­an­borið við 90,9% í sept­em­ber 2017. Her­bergja­nýt­ing­in hækkaði á milli ára á öll­um hót­el­um fé­lags­ins, að því er fé­lagið seg­ir í til­kynn­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK