„Stóri skúrkurinn var krónan“

Björgólfur segist hafa búist við því að fleiri myndu biðjast …
Björgólfur segist hafa búist við því að fleiri myndu biðjast afsökunar á þeirra þætti í hruninu. mbl.is/RAX

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son at­hafnamaður seg­ir stóra skúrk­inn í hrun­inu hafa verið ís­lensku krón­una. Hann hafi sjálf­ur litið í eig­in barm, gagn­rýnt sjálf­an sig og beðist af­sök­un­ar á sín­um hlut. Aðrir hafi hins veg­ar ekki leikið það eft­ir. Í dag séu hættu­merki á lofti en lær­dóm­ur­inn sé lít­ill. Þetta kem­ur fram í nýj­um pistli sem hann birt­ir á heimasíðu sinni í dag.

„Í þeirri miklu þenslu, sem átti sér stað á ör­fá­um árum fram að hruni, var ým­is­legt sem leiddi til þess að bank­arn­ir stækkuðu fram úr hófi og voru orðnir óviðráðan­leg­ir fyr­ir lítið hag­kerfi þegar að þrengdi haustið 2008. Allt blas­ir það við núna. Bank­arn­ir höfðu nær ótak­markað aðgengi að ódýru fé. Minnsti gjald­miðill heims gat ekki staðið und­ir þeirri vaxtamun­ar­stefnu, sem rek­in var á Íslandi,“ seg­ir Björgólf­ur meðal ann­ars um krón­una.

„Það er drama­tískt að leita að aðalleik­ur­um í hrun­inu í hópi banka- og viðskipta­manna, en stóri skúrk­ur­inn var krón­an. Þar hafa menn ekk­ert lært, með nú­ver­andi há­vaxta­stefnu og verðtrygg­ingu, sem slig­ar al­menn­ing.“

„Þetta var erfitt ferðalag“

Hann seg­ist hafa litið í eig­in barm í kjöl­far hruns­ins og horft gagn­rýn­inn á at­hafn­ir sín­ar. Hans leið til að tak­ast á við bar­átt­una hafi verið að skrifa bók þar sem hann fór yfir sögu sína í viðskipt­um; baslið, æv­in­týra­leg­an upp­gang, of­ur­gróða, mis­tök­in sem hann gerði, hrunið sjálft og hvernig hon­um tókst að vinna úr hremm­ing­un­um. „Þetta var erfitt ferðalag, en ég tel það hafa styrkt mig og hjálpað mér að tak­ast á við reiðina og bit­ur­leik­ann, sem ég fann fyr­ir í kjöl­far hruns­ins.“

Björgólf­ur seg­ir einnig mik­il­vægt að skoða hvað gerðist eft­ir hrun. Þar sé hann stolt­ast­ur af skulda­upp­gjöri við alla sína lán­ar­drottna, en hann hafi verið í gríðar­mikl­um per­sónu­leg­um ábyrgðum þegar hrunið skall á. „Þannig borgaði ég yfir 100 millj­arða króna til ís­lenskra banka í bein­hörðum pen­ing­um, meira að segja í er­lendri mynt. Marg­falt hærri upp­hæðir voru greidd­ar til er­lendra banka.“

Hélt að fleiri myndu biðjast af­sök­un­ar

Hann seg­ist löngu hafa verið bú­inn að átta sig á mis­tök­um sín­um þegar skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is kom út árið 2010. Hann hafi því birt af­sök­un­ar­beiðni til Íslend­inga í Frétt­blaðinu þar sem hann baðst af­sök­un­ar á sín­um þætti í eigna- og skulda­ból­unni og and­vara­leysi gagn­vart hættu­merkj­um sem hrönnuðust upp. „Mér auðnaðist ekki að fylgja hug­boði mínu þegar ég þó kom auga á hætt­una.“

Seg­ist hann hafa bú­ist við því að aðrir fylgdu í kjöl­farið og bæðust af­sök­un­ar á sín­um hlut í aðdrag­anda hruns­ins. Hann hafi hins veg­ar orðið gáttaður þegar eng­inn brást við. „Ekki bissn­is­s­menn, ekki banka­menn, ekki emb­ætt­is­menn, ekki eft­ir­litsaðilar, ekki fjöl­miðlamenn, ekki þing­menn, ekki ráðherr­ar, ekki fyrr­ver­andi stjórn­end­ur Seðlabank­ans. Það var eng­inn ann­ar sem baðst af­sök­un­ar! Þannig urðu aldrei til nein drög að sátt­um þegar sam­fé­lagið þurfti mest á því að halda.“

Björgólf­ur vís­ar til þess að braskið hafi byrjað áður en gömlu rík­is­bank­arn­ir voru rík­i­s­vædd­ir. Upp­haf og end­ir í sögu bank­anna í upp­gangi og hruni markist af óút­skýrðu braski Kaupþings­manna sem keyptu Búnaðarbank­ann með því að segja ósatt um aðkomu þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser. Þeir hafi líka sagt ósátt um aðkomu Al-Thani sem varð til þess að Kaupþing virt­ist sterk­ari banki en hann var.

Lær­dóm­ur­inn ekki skilað sér

Hann seg­ir braskið vera allt í kring­um okk­ur í dag og lær­dóm­ur­inn virðist lít­ill sem eng­inn. „Kvóta­greif­ar setja nýtt met í arðgreiðslum og gefa al­menn­ingi fing­ur­inn, á meðan marg­ir þing­menn streit­ast við að finna leið sem trygg­ir að út­gerðin greiði sem allra minnst fyr­ir aðgang sinn að þjóðar­eign. Af hverju renn­ur arður­inn af auðlind­inni ekki í sam­eig­in­leg­an sjóð þjóðar­inn­ar, eins og arður Norðmanna af olíu­vinnslu? Eng­inn lær­dóm­ur þar.“

Nýj­ustu dæm­in af út­gerðarbraski sýni að enn og aft­ur séu menn að kaupa fyr­ir­tæki og selja þau aft­ur fyr­ir­tækj­um sem skráð eru á markaði og inn­leysa þannig gríðar­mik­inn hagnað á stutt­um tíma.

Hann seg­ist velta fyr­ir sér hvað þeim gangi til sem sjái hættu­merk­in en stingi höfðinu í sand­inn og láti sem ekk­ert sé. „Sama krónu­stefn­an er rek­in áfram, með him­in­há­um vöxt­um fyr­ir al­menn­ing, af fólki sem á að vita bet­ur. Þar hef­ur lær­dóm­ur­inn ekki skilað sér.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK