Heiminum stendur ógn af tollastríðinu

AFP

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn var­ar við því að viðskipta­stríð milli Banda­ríkj­anna og Kína geti valdið því að heim­ur­inn verði fá­tæk­ari og hættu­legri. AGS hef­ur lækkað spá sína um hag­vöxt í heim­in­um í ár og á næsta ári.

Í nýrri spá sjóðsins mun viðskipta­stríð ríkj­anna tveggja hafa veru­leg áhrif til hins verra á bata hag­kerfa heims­ins. 

Ný­verið til­kynntu kín­versk stjórn­völd um nýja vernd­artolla á banda­rísk­ar vör­ur sem hafa áhrif á 60 millj­arða Banda­ríkja­dala viðskipti. Þar á meðal er jarðgas sem er fram­leitt í ríkj­um þar sem Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, nýt­ur mik­illa vin­sælda. 

AGS spá­ir nú 3,7% hag­vexti í ár og eins á næsta ári. 

Rík­is­stjórn Trumps lít­ur svo á að Kína hafi, svo ára­tug­um skipt­ir, verið að „svindla“ í viðskipt­um. En þegar Banda­rík­in hófu að hækka tolla í júlí þá voru fyrstu viðbrögð Kín­verj­anna ekki eft­ir­gjöf held­ur að hækka toll­ana sín meg­in á móti.

Báðar fylk­ing­ar eru reiðubún­ar að heyja tolla­stríð því þær telja sig­ur­lík­ur sín­ar góðar. Banda­rík­in halda að hag­kerfi Kína sé í erfiðleik­um statt og því viðkvæmt fyr­ir hvers kyns efna­hags­leg­um þrýst­ingi frá Banda­ríkj­un­um. Larry Kudlow, yfir­efna­hags­ráðgjafi Hvíta húss­ins, sagði ný­verið að „hag­kerfi Kína væri á leið beint í ruslið“. Banda­ríkja­menn­irn­ir vita líka að það er mik­ill af­gang­ur af vöru­skipt­um Kín­verja við Banda­rík­in og hef­ur Kína því meiru að tapa í tolla­stríði.

Kín­verska rík­is­stjórn­in held­ur, aft­ur á móti, að það vald­boðskerfi sem þar er við lýði eigi auðveld­ara með að standa af sér viðskipta­stríð en am­er­íska kerfið, sem er viðkvæm­ara fyr­ir alls kyns þrýst­ingi og óánægju neyt­enda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK